Vegna flutnings úr Hæðum í Skaftafelli hef ég þurft að hætta starfsemi í bili. Við erum búin að breyta gamla kartöflugeymslu í Svínafelli í gistihús en næstu skrefin verða að koma okkur upp einhverskonar veitingarekstur ásamt pylsugerð.
Síðan í sumar (2017) eru Skaftafell Delicatessen fáanleg hjá Frú Laugu.
Þar sem ég kemst ekki á jólamarkaði á þessu ári munu væntanlegar jólavörurnar mínar vera á boðstólum hjá Frúnni í desember. Ég geri ráð fyrir að framleiða eitthvað af Hnjúki (léttreyktur ærhryggvöðvi), en hann hefur ekki verið til í nokkur ár. Svo er ég að prófa mig áfram með gröfnum ærhryggvöðvum en fyrstu tilraunir lofar góðu. Þetta verður ekki míkið magn og aðeins í stuttan tíma eða eins og birgðir endast. Verði ykkur að góðu! Klaus Kretzer, Skaftafelli Eftir annasamt sumar þar sem hungraðir ferðamenn hafa fengið nægju sina af öræfapylsum er því miður ekkert eftir fyrir jólavertíðina hér heima. Auk þess er ég að vinna að stækkun vinnslunnar og af þeim sökum hef ég ekki getað framleitt vörur í haust. Mér þykir það mjög leitt að geta ekki sinnt mínum tryggu viðskiptavinum hér heima en vona jafnframt að eftir stækkunina þá verða afköst viðunandi á næstu árum. Ég stefni að því að geta boðið vörur mínar til sölu í einhverri af þeim sælkeraverslunum í Reykjavík sem hafa áhuga á samstarfi.
Það litla sem eftir er af Jöklabita og Öræfabita er til sölu í upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli og í Freysnesi hér í sveitinni. Ég óska öllum viðskipatvinum mínu gleðilegra jóla og gott komandi ár. Með jólakveðju, Klaus Kretzer Skaftafell Delicatessen verða í boði á Matarmarkaðinum í Hörpu laugardaginn 28. febrúar og sunnudaginn 1. mars.
Rétt fyrir jól var haldin jólamarkaður á Ingólfstorgi í miðbæ Reykjavíkur, Margir lögðu leið sina í tjaldið okkar Ómars Frans sem er með makríllinn frá Hornafirði. Það ríkti yfirleitt frekar afslöppuð stemmning á markaðnum og gekk salan frekar hægt en var þó í góðu lagi. Verðlauna-Kletturinn vakti mikla hrifningu þeirra sem smökkuðu og seldist hann upp á Þorláksmesssu sem og Hnjúkurinn sem er reyktur hryggvöðvi. Kletturinn verður aftur til um miðjan febrúar.
Nú er bara að vona að um næstu jól munu skipuleggjendur sameina jólamarkaðinn og Krás-markaðinn sem var í Forsetagarðinum en þá myndi loks nást að skapa alvöru jólamarkaðsstemmningu í Reykjavík - þessa yndislegu blöndu af matarilmi, jólaglöggi og öllum þessum jólavörum. Þangað til, Góðar nýárskveðjur og takk fyrir viðskiptin á liðnu ári! Klaus Kretzer Kletturinn (reyktur og þurrkaður lærvöðvi) fékk gullverðlaun í fyrstu opnu íslandsmeistarakeppni í matarhandverki nú fyrir helgi (http://www.matis.is/um-matis/frettir/nr/4182).
Það var mér mikill heiður og hvatning að taka á móti þessum verðlaunum. Helgina 15./16. nóvember verður haldinn Matarmarkaður Búrsins í Hörpunni. Við pylsurnar mínar verðum á staðnum og vonandi mun ég eiga nóg af öllu enda búinn að hamast í að gera pylsur í haust. Verði ykkur að góðu!
Klaus Hnjúkurinn er tilbúinn til afgreiðslu!
Hnjúkur er þurrverkaður og reyktur hryggvöðvi en hann fékk silfurverðlaun í Svíþjóð í haust. Kletturinn (eðalskinkan) verður framvegis eingöngu til niðursneiddur. Þetta er vegna þaess að ég er að framleiða hann í stærri einingum en áður þar sem ég notaði innan læri sér. Nú nota ég hins vegar stærri hluta lærvöðvans en þá eru kúlurnar of stórar til að selja í heilu lagi.
Klaus Kretzer, Skaftafelli |
AuthorI am Klaus, I make Skaftafell Delicatessen. |