• Home
  • Íslenska
    • Frá hugmynd til pylsu - maðurinn á bak við Skaftafell Delicatessen
    • Hugmyndafræðin
    • Vörurnar
  • English
    • About me and the idea of making sausages
    • The Concept
    • The Products
  • Deutsch
    • Von der Idee zur Wurst - Wer steckt hinter Skaftafell Delicatessen
    • Das Konzept
    • Die Produkte
  • Contact
  • Kaupa
  • Fréttir
Skaftafell Delicatessen
Add text

Vörurnar

Picture
Ég nota eingöngu kjöt af fullorðnum kindum úr Öræfum. Það er nokkuð óvenjulegt því oftast er blandað svínakjöti út í kryddpylsur, ef þær eru þá ekki alfarið úr svínakjöti. En mig langaði að prófa þetta svona, enda eru engin svín ræktuð í Öræfum og þetta á að vera staðbundin framleiðsla. Ég nota ekki heldur nein önnur efni eins og t.d. sojaprótín, bindiefni eða MSG en slíkt er gjarnan notað til að koma ódýrari efnum og vatni inn í kjötvörur og bragðbæta þau.

Skaftafell Delicatessen vörurnar eru nokkuð vel þurrkaðar en mér finnst það ávallt betra en of linar pylsur með of miklu vatnsinnihaldi. Þetta gerir mínar vörur auðvitað nokkuð dýrara en aðra vegna þyngdartaps en menn geta jú alveg drukkið vatn ókeypis með. 


Þetta eru vörutegundirnar sem ég hef á boðstolum:

Picture
Picture
Picture
Picture
Picture


Picture




Öræfabiti

Bragðmikil salamipylsa.

Picture
Picture




Jöklabiti

Krydduð nestispylsa með hvítlauk.

Picture




Klettur

Þurrkryddaður, saltaður og reyktur lærvöðvi.


Picture
Picture




Hnjúkur

Hryggvöðvi, þurrkryddaður og reyktur - eðalálegg eða sem forréttur .

Picture
Picture




Sveitapylsa

Frábær á grillið eða á pönnuna.

Powered by Create your own unique website with customizable templates.