Vörurnar
Ég nota eingöngu kjöt af fullorðnum kindum úr Öræfum. Það er nokkuð óvenjulegt því oftast er blandað svínakjöti út í kryddpylsur, ef þær eru þá ekki alfarið úr svínakjöti. En mig langaði að prófa þetta svona, enda eru engin svín ræktuð í Öræfum og þetta á að vera staðbundin framleiðsla. Ég nota ekki heldur nein önnur efni eins og t.d. sojaprótín, bindiefni eða MSG en slíkt er gjarnan notað til að koma ódýrari efnum og vatni inn í kjötvörur og bragðbæta þau.
Skaftafell Delicatessen vörurnar eru nokkuð vel þurrkaðar en mér finnst það ávallt betra en of linar pylsur með of miklu vatnsinnihaldi. Þetta gerir mínar vörur auðvitað nokkuð dýrara en aðra vegna þyngdartaps en menn geta jú alveg drukkið vatn ókeypis með.
Skaftafell Delicatessen vörurnar eru nokkuð vel þurrkaðar en mér finnst það ávallt betra en of linar pylsur með of miklu vatnsinnihaldi. Þetta gerir mínar vörur auðvitað nokkuð dýrara en aðra vegna þyngdartaps en menn geta jú alveg drukkið vatn ókeypis með.
Þetta eru vörutegundirnar sem ég hef á boðstolum:
|
|
|