Hugmyndafræðin
Á síðustu árum hefur ferðafólki fjölgað sem vill upplifa náttúru og menning svæða sem það sækir heim í gegnum bragðupplifun, í gegnum matinn sem það lætur ofan í sig. Þessi þróun hefur skapað mörg tækifæri fyrir svæði þar sem hráefni til matvælavinnslu er framleitt eða sótt í náttúruna. Hjá okkur í Öræfunum er þetta einna helst kinda- og lambakjöt en ekki síður mjólk og, ef betur er að gáð, ýmislegt fleira sem hægt væri að nýta og breyta í söluvöru. Samhliða uppbyggingu á gistiaðstöðu og afþreyingu á svæðinu verður þannig til heildstæður pakki sem ferðalangurinn getur notið og, í besta falli, fengið hann til að dvelja hér lengur. Þegar vel tekst til styður þetta hvað annað og leiðir til sterkara og lífvænlegra samfélags hér í Öræfum.
Hugmyndafræðin að baki Skaftafell Delicatessen stefnir að þrennum markmiðum. Í fyrsta lagi langar mig að framleiða úrvals kjötvörur. Í öðru lagi að skapa sjálfum mér vinnu og í þriðja lagi er það markmið mitt að byggja upp fyrirtæki sem í framtíðinni getur skapað fleiri störf svo að vonandi fleiri geta sest hér að, samfélaginu til bóta.
Framtíðardraumurinn er sá að við hér í sveitinni getum fullunnið helst allt það kjöt sem verður til í fjöllunum og fjárhúsunum í kring heima í sveitinni. Ímyndin sem þannig er hægt að skapa mundi nýtast vel í markaðssetningu Öræfa sem ferðamannaparadís. Ég tala nú ekki um ef okkur nágrönnunum tækist í sameiningu að þróa allt ferlið (kjötframleiðsla og vinnsla) undir merkjum lífrænnar framleiðsu. Vörumerkið "Lífræn framleiðsla úr Öræfum" yrði án efa mjög eftirsóknarvert. Ekki svo að hér vanti endilega fleiri ferðamenn, en það að halda þeim hér lengur með öflugu framboði á afþreyingu, gistingu og ekki síst matarupplifun, mundi eflaust skapa meiri verðmæti í þessu litla samfélagi sem Öræfin eru.
Hugmyndafræðin að baki Skaftafell Delicatessen stefnir að þrennum markmiðum. Í fyrsta lagi langar mig að framleiða úrvals kjötvörur. Í öðru lagi að skapa sjálfum mér vinnu og í þriðja lagi er það markmið mitt að byggja upp fyrirtæki sem í framtíðinni getur skapað fleiri störf svo að vonandi fleiri geta sest hér að, samfélaginu til bóta.
Framtíðardraumurinn er sá að við hér í sveitinni getum fullunnið helst allt það kjöt sem verður til í fjöllunum og fjárhúsunum í kring heima í sveitinni. Ímyndin sem þannig er hægt að skapa mundi nýtast vel í markaðssetningu Öræfa sem ferðamannaparadís. Ég tala nú ekki um ef okkur nágrönnunum tækist í sameiningu að þróa allt ferlið (kjötframleiðsla og vinnsla) undir merkjum lífrænnar framleiðsu. Vörumerkið "Lífræn framleiðsla úr Öræfum" yrði án efa mjög eftirsóknarvert. Ekki svo að hér vanti endilega fleiri ferðamenn, en það að halda þeim hér lengur með öflugu framboði á afþreyingu, gistingu og ekki síst matarupplifun, mundi eflaust skapa meiri verðmæti í þessu litla samfélagi sem Öræfin eru.