Með þessu bloggi vil ég koma á framfæri því sem er gerast hjá mér í pylsugerðinni á hverjum tíma. Endilega takið þátt og setið inn athugasemdir!
Var að koma heim frá Svíþjóð þar sem ég, ásamt öðrum tók þátt í norðurlandakeppni matvæla-smáframleiðenda. Við vorum þarna nokkrir framleiðendur á vegum Matís (takk fyrir mig!), fórum um Jämtlandsvæðið og skoðuðum aðra smáframleiðendur sem veitti okkur mikinn innblástur. Svo var haldin keppni í 40 vöruflokkum en um 600 vörur voru skráðar til leiks. Heitreykti makríllinn frá Höfn sló í gegn enda er hann einfaldlega langbestur! Ég hef smakkað heitreyktan makríll en aldrei neitt þessu likt! Þorgrímur frá Erpsstöðum vann svo gull fyrir skyrkonfektið í umbúðakeppninni.
Jöklabitinn minn fékk brons í sínum flokki en Hnjúkurinn fékk silfurverðlaun. Ég verð að viðurkenna að ég er nokkuð stoltur af þessu, þetta var hörð keppni og dómararanir allir fagmenn. Ég er greinilega á réttri leið með framleiðsluna mína enda hef ég fengið óhemju góð viðbrögð frá öllum sem hafa keypt kjötvörurnar mínar.
Það verður því gaman að fá viðbrögð frá ykkur sem hafa smakkað Skaftafell Delicatessen hér í þessu bloggi.
Jöklabitinn minn fékk brons í sínum flokki en Hnjúkurinn fékk silfurverðlaun. Ég verð að viðurkenna að ég er nokkuð stoltur af þessu, þetta var hörð keppni og dómararanir allir fagmenn. Ég er greinilega á réttri leið með framleiðsluna mína enda hef ég fengið óhemju góð viðbrögð frá öllum sem hafa keypt kjötvörurnar mínar.
Það verður því gaman að fá viðbrögð frá ykkur sem hafa smakkað Skaftafell Delicatessen hér í þessu bloggi.
Hi, I would like to share with you anything concerning Skaftafell Delicatessen. Comments and feedback are highly appreciated!
I just came back from a very inspiring trip to Sweden where I participated in the 2013 Eldrimner competition for small scale food producers. Two of my products where awarded a price, the Jöklabiti sausage got the bronze medal and Hnjúkur (Filet) got silver! I have to admit that I am very proud of this, it is a great recognition of my products by professionals. Sales were also really promissing this summer, so I am more than satisfied. It shows that sausage made from 100% mutton can be really good and, above all, is appreciated by you, my cusomers. Thank you!